<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, júlí 28, 2004

Svaka fjör er bara að setja inn mynd af bænum mínum í Deutschland því að ég kunni ekkert á þetta fyrst þegar lookinu á blogger var breytt en nú veit ég betur... Þetta er semsagt Kupferzell, sem er sæti bærinn minn með 4000 íbúunum hehehe Senta (þýska mamma mín) tók það meira að segja fram að það væri apótek, læknir og hárgreiðslustofa í bænum, haha....



En allavegana þá er Akureyri svo bara málið um versló..... Fjör, hell je....!!!
Sé ykkur snúðar....

Okok, ég ætla líka að setja hér mynd þar sem hægt er að sjá á korti hvar ég er í Þýskalandi.....



Þar til næst...."Das Flugzeug landet und die Stewardess sagt: "Herzlich willkommen in Frankfurt.".............

Og eitt að lokum, þið verðið að muna eftir að kommenta og skrifa í gestabók....!!!


|

sunnudagur, júlí 25, 2004

Um það..... 

Jæja þá er helgin ansi langt komin.... Ég er að hugsa um að fara létt yfir hana, var að vinna alla síðustu þannig að þessi var tekin með trompi..... Á föstudaginn var ég að vinna til svona 21 og svo fórum við heim til mín. Ég, Bína og Lilja og svo kom Telma Ýr síðar um kvöldið..... Ég fékk mér einn kaldann en stelpurnar voru með mismunandi afsakanir fyrir því að vera edrú... Þar var mikið talað og hinar ýmsu sögur fengu að fljúga hahaha.... Helga Sif kom svo heim um 23 leitið og heiðraði okkur með nærveru sinni, haldið var áfram að slúðra og nú er hún margs vísari um okkur vinkonurnar og fleiri sem við þekkjum.... hahaha... Ég er náttlega besta systir í heimi svo ég bíð Helgu bjór en hún afþakkar kurteisislega og var bara með sitt vatnsglas..... Svo kom að því að hún lét freistast og fékk sér í glas með mér, sem ég var mjög sátt með!! Ég skellti mér svo loksins í sturtu en þar sem sturtan heima hjá mér hefur sjálfstæðan vilja og ákvað að virka ekki þetta kvöld, nei/yddist ég til að fara í bað.... oh, damn..... En allavegana stakk ég upp á því að við skelltum okkur í bæinn og það var vel tekið undir það.... Eða sko ég, Helga og Telma fórum..... (Lilja var löngu farin heim að sofa því hún var að fara á e-a ættarsamkomu á laug. og Bína fór heim að sofa þegar við fórum því hún er sko heldur betur vinnandi manneskja...) En já allavegana var förinni heitið fyrst á Ara, (maður getur nú sagt sér það sjálfur fyrst að Telma var með í för) og svo fórum við á Sólon e-n tímann síðar um kvöldið... Eða mér var kippt yfir á Sólon eða allavegana niður af stólnum sem var mjög vont og ég er með áverka... haha
Á Sólon var ekki mjög margt um manninn frekar en annars staðar í borginni, eða það var svona temmilegt.... Ekki alveg svona mikill troðningur eins svo oft vill myndast þar.... Jámm fullt af fólki var á staðnum og segja má að mörg skemmtileg atvik hafi átt sér stað en það er enganveginn við hæfi að ræða það hérna.... Hvað er samt málið með stráka og vilja ólmir sofa hjá 10 árum eldri konum..... ja, maður spyr sig...., eða kannski spyr maður bara Grjóna hehehehe.... Allavegan þá endaði kvöldið á endanum eins og oft vill gerast og Telma var manneskja kvöldsins eða kannski ætti ég bara að segja manneskja helgarinnar því hún var svo elskuleg að skutla öllum bænum út og suður og ég tek að ofan fyrir henni því að það er svo ógeðslega pirrandi að vera driver...... Ferðin heim er líka ógleymanleg þar sem margt fékk að fljúga í bílnum og það helsta er að.... Telma mun mjög líklega fá á sig handrukkara.
Að frægasti handrukkarinn í bænum á son.
Að ákveðinn stákur harðneiti að hafa sængað hjá ákveðinni konu ákveðið kvöld þrátt fyrir að ákveðnir aðilar hafi staðfestar heimildir fyrir því að þetta ákveðna atvik hafi átt sér stað.
Svona má lengi telja en ég man ekki meira í bili.....
Ég var vöknuð eldsnemma á laug. og fór í bað því að sturtan var enn með e-ð vesen. Svo var ýmislegt gert til dægrardvalar áður en haldið var til vinnu.... Fór svo beint úr vinnunni heim í sturtu og svo heim til Grétu sem var að halda matarboð fyrir útvalda hehe og þar var glens og gaman og við fórum í drykkjuspil verzlinga sem var fjör.... Svo frétti ég af ægilegu partýi heima hjá Soffíu frænku og ég og Bína skelltum okkur þangað... Það var fjör og fullt af ættingjum, eða reyndar bara ég, Helga Sif, Jónsi, Brósi og Siggi... Margt var rætt og það sem ber hæst verður ekki sagt hér.... Það eina sem ég segi er bara..... "First when I met Frank Mills......." Segi og skrifa SNILLD!! En já Sólon varð aftur fyrir valinu og það var aftur fjör og í þetta skipti var pakkað þar jafnt og annars staðar í bænum.......

Þakkir kvöldsins fær Bjössi bróðir Grétu fyrir að lána mér flottustu glerugu í heimi og þið sem sáuð mig með þau voruð heppin....
Gréta fær góðar ferðaóskir og hún mun standa sig 100% stelpan....
Bína var ótrúlega þýsk í gær...
Telma fær þakklæti í miklum mæli fyrir skutlið.....
Og Heimir fær hamingjuóskir með nýja bílinn, sem ég einmitt fékk að skoða á föstud.....
Elsku litla systir mín verður sex ára á morgun og ég óska henni innilega til hamingju með það..... Vá það eru komin sex ár síðan þessi krúttubangsi fæddist......

Þar til næst....."Sjáumst á AEY um næstu helgi"........

P.s. það er enn e-ð vesen með myndir svo að ég set engar myndir inn í þennan texta..... Þarf að reyna að redda þessu......

|

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Þá fer þetta nú heldur betur að styttast..... 

Já gott fólk í dag fékk ég fjölskyldu í Þýskalandi, Weiss-fjölskylduna.... Það er ekkert smá gaman að vera komin með hana loksins..... Ég mun semsagt búa í suður Þýskalandi í bæ sem heitir Kupferzell og íbúafjöldin þar er u.þ.b. 5701 sem er bara mjög fínt, eins og svona 1/5 af Kópavogsbúum..... Þetta er rétt hjá Stuttgart og Nürnberg ef þið eruð einhverju nær..... Fjölskyldan mín samastendur af mömmunni sem er 45 ára og heitir Senta, pabbanum sem er 48 ára og heitir Roland, stelpu sem er 24 ára og heitir Marion og svo er líka 15 ára stelpa sem heitir Evelyn.....Mér líst ekkert smá vel á þau, er ekki búin að fá miklar upplýsingar um þau. Eitt mail sem Senta sendi mér í dag, en ég mun fá meiri og betri upplýsingar á næst dögum...... Ég veit samt að ég verð í sama skóla og Evelyn og það er mjög fínt, við getum þá verið samferða á morgnanna og ég þekki þá allavegana eina manneskju í skólanum.... Ég bara get ekki hætt að tala um þau, ég er alveg svakalega happy með þetta allt saman...... :-)
 
En að öðru.... Karen er búin að senda mér nokkur mail og það er allt það besta að frétta af stelpunni, hún er alveg svakalega ánægð þarna úti og líkar mjög vel við fjölskylduna og allt annað.... Hún sagðist vera með miklu stærra rúm en hún á hér og var alveg svakalega sæl með það..... Búin að kynnast Þjóðverja og norskri stelpu og mun sennilega vera mest með þeim. Mamma hennar er brjáluð í umferðinni og flautar bara og flautar á alla bílana og hlær svo bara.... hehe. Hægt er að fylgjast með ævintýrum Karenar á www.blog.central.is/karenrunars, hún hefur reyndar ekkert bloggað síðan hún kom út en það er aldrei að vita að henni detti það í hug við tækifæri.....
Hún Lilja litla er svo að fara frá okkur næst, 18 ágúst og það styttist óðum í það... Hún er að fara til Dóminíska Lýðveldisins eins og áður hefur komið fram, það verður gaman að sjá hvernig hún mun höndla hitan þar.... Er ekki mikið fyrir hann..... Annars er nú hún Bína að fara á undan Lilju út en það er ekki talið með því hún er fara í skrepp til Þýskalands í 3 vikur eða svo.... Og verður komin heim áður en ég fer svo ég næ að kveðja hana.....
Það sem er á döfinni á næstunni er matarboð hjá Grétu á laug. því hún er einning að fara af klakanum og ætlar að dvelja í Denmark næstu tvö árim (kemur samt heim á milli, ekki örvænta) þar sem hún ætlar að stunda nám af kappi við handboltamenntaskóla þar í landi og stefnir á að snúa til baka með stúdentspróf í farteskinu..... Það verður spennandi að sjá hvernig allir eiga eftir að plumma sig í útlandinu..... Þið getið að sjálfsögðu fylgst spennt með hér á netinu, það er linkur á bæði Lilju og Grétu hér til hliðar og þá getið þið einning fylgst með Bínu því hún og Gréta eru með sameiginlega síðu..... (okok allir sem lesa þetta vita pottþétt vel allt sem ég er að segja frá... en æi fokk it hehe) Ég býst nú við því að þær hætti því samstarfi vegna aðsetubreytinga en það mun ég tilkynna síðar... Humm, já semsagt matarboð hjá Grétu og svo veit maður aldrei hvað kvöldið ber í skauti sér, kannski e-ð skrall en það kemur bara í ljós..... 
Aðal málið um þessar mundir er ægileg partý ferð norður yfir heiðar, nánar tiltekið á fæðingarstað minn sem liggur við Eyjafjörð.... Þið megið giska hvar það er.... En allavegana já þá er ég á leið þangað ásamt fríðu föruneiti. Kaninn og systir mín hún Helga Sif verður með í för ásamt föðursystur minni, Arnhildi/Diddu sem er algjört partýljón (ekki misskilja þó ég segi föðursystir, það gæti hljómað undarlega að vera að fara að djamma með henni) en það verður geggjað skal ég ykkur segja og ég er farin að hlakka mjög til..... Ekki ómerkari manneskja en stórvinkona mín og frænka.... Telma Ýr verður einning á staðnum og þið getið bókað það að sjá mig og hana stíga trylltan dans í Sjallanum á laug. með Skímó og Í svörtum fötum.... vei vei vei.... Svo mun Bína mín mæta á laug. og vera með okkur í trylltum gír það sem eftir lifir helgarinnar.... (veit samt ekki alveg hversu lengi, ég held líka að ég sé að fara heim á sunn.) 

En allavegna, þar til næst..."They don´t know, that we know, they know we know...."
 
Ég ætlaði að setja mynd af bænum mínum en það er e-ð vesen með myndirnar.....

|

laugardagur, júlí 17, 2004

Æ fokk... 

Vá hvað ég er ódugleg við þetta núna, eða bara síðan ég kom heim... Ég er líka ekki búin að koma mér í samt horf síðan... er enn að sofa alla daga og vaka á nóttunni.... En vá vá vá.... Er fyrst núna að sjá nýtt útlit á blogger.com eða sko var búin að sjá nýtt útlit f. löngu en ég er að meina allt þetta sem maður getur gert í færslurnar... Nenni ekki að nota neitt af því núna, er að fara að sofa því ég var að vinna á lokun og er að vinna á opnun og lokun bæði á morgun og á sunn.... þannig að helgin fer í lítið annað en vinnu, en það er hresst þá fær maður pening.... En hérna elsku ástin mín hún Karen fór í gær og mun ekki sjá hana fyrr en á sama tíma að ári (Björn Jörundur rúlar!!!) En ég ætla hér með að óska þér Karen, alls hins besta í Gvatemala og hérna já bara have fun!!! Elska þig svakalega mikið......!!
 
Bið að heilsa í bili og lofa góðri færslu eftir helgi......
 
Þar til næst......"Hausinn á mér er svo tómur núna að ég get ekki fundið e-r heilræði"......
 
Kv, HMF

|

föstudagur, júlí 02, 2004

Back in black.... (oki stolið, en samt) 


Ja hérna hvað tíminn er fljótur að líða. Ég er mætt á klakann á ný, og það er bara ágætt þrátt fyrir að það hafi verið alveg æðislega gaman í USA... Það er allt við það sama hér sýnist mér nú... En já þar sem ég fer ekki til DK þá er það bara vinna framundan sem er svosem ágætt en svo er það bara alvara lífsins 3.sept en þá held ég til Þýskalands og mun dveljast þar í 10 og hálfan mánuð.... Ég hlakka aleveg svakalega til að fara þangað, er ekki komin með fjsk. en hlakka til að fá að vita um hana og hvar ég verð. Karen fékk sína fjsk. í fyrradag og þau eru hevy hress af myndinna að dæma, veit samt ekki hvort að þau seu enn svona hress þar sem myndin er svona 7 ára gömul hehehehehe..... En hérna já ég ætla bara að þakka mæðgunum (mömmu Sonju og Helgu) fyrir frábæra skemmtun í USA og meðfylgjandi mynd er einmitt af Helgu Sif á síðustu Halloween hátið sem er stórviðburður í bandarísku samfélagi að mér skillst.....

Þar til næst...."Djöfull er gott að sofa, ég bara get ekki hætt að sofa síðan ég kom heim, er búin að sofa og sofa og sofa og er enn ekki komin á ísl. tíma (eins gott að ég sé ekki í morgun vinnu)".....

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?